Fréttir

Dómsmálaráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni

18.3.2008

Domsmalaradherra_Bjorn_Bjarnason_asamt_fylgdarlidi_i_heimsokn_a_Litla_Hrauni_17._mars_2008Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, heimsótti Fangelsið Litla-Hraun í gær ásamt aðstoðarmanni og samstarfsfólki úr dómsmálaráðuneytinu. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni, tóku á móti þeim. Efnt var til starfsmannafundar þar sem ráðherra ræddi um uppbyggingu fangelsanna og framtíð fangelsismála. Þá var heimsóknargestum sýnt fangelsið og sú aðstaða sem þar er.

Dómsmálaráðherra ritaði á heimasíðu sinni í tilefni af heimsókninni á Litla-Hraun að hann telji brýnt að mótuð verði sambærileg stefna um læknis- og meðferðarþjónustu fanga eins og mótuð hefur verið í menntamálum fanga en menntamálaráðuneytið hefur þegar farið að tillögu menntanefndar og ráðið starfs- og námsráðgjafa til starfa fyrir fanga. Ráðherra telur brýnt að heilbrigðisyfirvöld komi markvisst til móts við hið góða starf sem nú er unnið á Litla-Hrauni til að losa fanga úr viðjum fíkniefna og að hið félagslega kerfi ríkis og sveitarfélaga láti einnig að sér kveða með stjórnendum og starfsmönnum fangelsa.

Fangelsismálastofnun vonar sannarlega að þau markmið sem stefnt hefur verið að m.a. í meðferðar- og heilbrigðismálum fanga nái fram að ganga og fagnar orðum ráðherra.



Senda grein