Athugasemd vegna fréttar í 24 stundum
Á forsíðu 24 stunda er í dag, fimmtudag 31. janúar, fjallað um fyrirtækjarekstur fyrrum refsifanga. Er þar m.a. tekið fram að fyrirtæki viðkomandi bjóði upp á símsvörun fyrir fyrirtæki sem fangar á Kvíabryggju sinni. Jafnframt er tekið fram að um sé að ræða tilraunaverkefni til eins árs sem unnið sé í samstarfi við fangelsismálastofnun.
Ekkert er hæft í því að þess háttar verkefni sé í gangi né að fangar á Kvíabryggju eða í öðrum fangelsum sinni slíkri þjónustu. Ekki hefur verið gerður samningur við fangelsismálastofnun og ekki stendur til að gera samning á þeim nótum sem lýst er í umfjölluninni.