Fréttir

Skólahald á Litla-Hrauni hófst með hefðbundnum hætti 9. janúar síðastliðinn

14.1.2008

Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í Fangelsinu Litla-Hrauni. Á vorönn eru 29 nemendur skráðir til náms en tveir til viðbótar höfðu innritað sig en hættu við. Tveir nemendur eru skráðir í fjarnám við aðra skóla en FSu og tveir hafa sótt um að stunda fjarnám við Fjöltækniskóla Íslands í fjarnámi á þessari önn. Aðgengi að netsambandi er takmarkað hvað tímalengd varðar og er undir ströngu eftirliti kennslustjórans á Litla-Hrauni.

Skipting nemenda eftir námsgreinum er eftirfarandi:

Danska 13 nemendur í þremur mismunandi áföngum

Enska 15 nemendur í 4 mismunandi áföngum

Framkvæmdir og vinnuvernd (FRV 103) 9 nemendur

Grunnteikning 12 nemendur í tveimur áföngum

Íslenska 20 nemendur í 5 áföngum

Íþróttir 20 nemendur í þremur áföngum

Lífsleikni 103 15 nemendur

Hlífðargassuða og rafsuða 5 nemendur í tveimur áföngum hver

Spænska 13 nemendur

Stærðfræði 17 nemendur í fimm áföngum og að auki situr með þeim í kennslustundum einn nemandi sem nemur viðskiptagreinar.

Þrír nemendur eru skráðir í UTN 103 og tveir í náttúrufræði og fer kennslan í þeim áföngum fram í fjarnámi frá FSu í gegnum námsumhverfið Angel.



Senda grein