Fréttir

Menn komast snemma í jólaskap í ár.

15.10.2007

Gjof_fra_velunnurumFangaverðir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg urðu meira en lítið undrandi þegar maður knúði þar dyra seinnipart föstudagsins 12. október síðastliðinn og færði fangelsinu tíu ný sjónvörp að gjöf. Tækin voru ætluð föngum fangelsisins til afnota á meðan á afplánun stæði, en í fangelsinu eru einmitt tíu almennir fangaklefar. Þarna var kominn alþingismaðurinn Árni Johnsen en gjöfin var að hans sögn frá “velunnurum fanga”. Þessa höfðinglegu gjöf ber að þakka.

Það má nefna í þessu sambandi að stefna fangelsisyfirvalda í framtíðinni er sú að búnaður sem leyfður er í klefum s.s. sjónvarp, útvarp, hljómflutningstæki og jafnvel tölvur verði í eigu viðkomandi fangelsis. Þetta er í samræmi við stefnu fangelsanna á Norðurlöndunum og þykir nauðsynlegt til að stemma stigu við fíkniefnasmygli inn í fangelsin. Eins og stendur er lítið um slík tæki í eigu fangelsanna.

Eins og mörgum er kunnugt um var það Árni Johnsen sem útvegaði nýjar rúmdýnur á Kvíabryggju fyrir nokkrum árum en þær voru orðnar lélegar.



Senda grein