Menn komast snemma í jólaskap í ár.

Það má nefna í þessu sambandi að stefna fangelsisyfirvalda í framtíðinni er sú að búnaður sem leyfður er í klefum s.s. sjónvarp, útvarp, hljómflutningstæki og jafnvel tölvur verði í eigu viðkomandi fangelsis. Þetta er í samræmi við stefnu fangelsanna á Norðurlöndunum og þykir nauðsynlegt til að stemma stigu við fíkniefnasmygli inn í fangelsin. Eins og stendur er lítið um slík tæki í eigu fangelsanna.
Eins og mörgum er kunnugt um var það Árni Johnsen sem útvegaði nýjar rúmdýnur á Kvíabryggju fyrir nokkrum árum en þær voru orðnar lélegar.