Fréttir

Fangelsið Kvíabryggja var formlega tekið í notkun 3. október 2007 eftir breytingar. Þar með lýkur fyrsta áfanga áætlunar dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar um endurnýjun og nýbyggingar fangelsa í landinu.

4.10.2007

Vistarvera_Kviabryggju

Fangelsið Kvíabryggja var formlega tekið í notkun eftir stækkun og verulegar endurbætur þar sem eftirleiðis verður unnt að vista 22 fanga af báðum kynjum í stað 14. Á þessum tímamótum verður byrjað að vinna eftir nýjum leiðum í fangelsinu. Fangelsið er nú formlega skilgreint sem opið fangelsi sem felur í sér að fangar sem þar vistast njóta ákveðins frelsis umfram þá sem vistast í lokuðu fangelsi. Þeir taka jafnframt á sig ábyrgð í samræmi við það. Sjá nánar.

 

 

Í tilefni opnunarinnar var fangelsið opið fyrir Grundfirðinga og nærsveitarmenn frá kl. 9 – 11 og þáðu það margir, m.a. nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellsnessbæjar. Kl. 13 hófst formleg dagskrá þar sem dómsmálaráðherra Björn Bjarnason flutti ávarp en auk hans voru mættir forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, sýslumaður Snæfellinga, Ólafur K. Ólafsson, auk fjölda þingmanna og annarra góðra gesta. Samtals munu um 100 manns hafa komið, skoðað staðinn og þegið veitingar. Dagskráin var með eftirfarandi hætti:

Dagskráin hófst með því að Gunnar Kvaran spilaði einleiksverk á selló.

Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, sóknarprestur í Grundarfirði fór með blessunarorð.

Geirmundur Vilhjálmsson, forstöðumaður Kvíabryggju bauð gesti velkomna og þakkaði vistmönnum og starfsmönnum veitta aðstoð við framkvæmdir og ekki síður þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt á framkvæmdatímanum.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, flutti ávarp.

Sjá nánar: http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6310

Tónlistaratriði: Gunnar Kvaran og Tómas Guðni Eggertsson, organgisti í Grundarfjarðarkirkju.

Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, talaði um mismuninn á opnu og lokuðu fangelsi. Sjá nánar.

Anne_Marie_Heckscher,_forstodumadur_Fangelsisins_i_Omme_

Anne Marie Heckscher, forstöðumaður Fangelsisins í Omme í Danmörku, flutti fyrirlestur um rekstur opinna fangelsa í Danmörku en hún var sérstaklega boðin til landsins í tilefni af opnuninni. Sjá nánar.



Senda grein