Fangelsismálastofnun semur við Öryggismiðstöð Íslands um mannaða öryggisgæslu vegna samfélagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Hinn 4. maí sl. undirrituðu Fangelsismálastofnun og Öryggismiðstöð Íslands samning um mannaða öryggisgæslu vegna samfélagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Hlutverk eftirlitsaðila er að heimsækja vinnustaði og eiga í samskiptum við samfélagsþjóna og umsjónaraðila þar.
Nú er unnið að undirbúningi verksins og er gert ráð fyrir að byrjað verði að vinna eftir samningnum um miðjan júní. Tæplega 100 manns eru nú í samfélagsþjónustu. Sjá nánari upplýsingar um samfélagsþjónustu.