Fréttir

Endurbætur og breytingar á Fangelsinu Akureyri

5.3.2007

Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við Fangelsið Akureyri, lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri.

Í samræmi við heildaráætlun Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsanna hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið falið Framkvæmdasýslu að óska eftir tilboðum í framkvæmdir við Fangelsið Akureyri. Gert er ráð fyrir að í fangelsinu verði 10 klefar af eðlilegri stærð jafnframt því sem gert er ráð fyrir bættri heimsóknaraðstöðu og vinnusvæði. Endurbætur verða gerðar á núverandi húsnæði og ennfremur reist viðbygging til austurs út frá núverandi fangelsisbyggingu og er gert ráð fyrir að hún verði með sama yfirbragði og núverandi hús. Sjá nánari upplýsingar um útboð.

 



Senda grein