Helgihald í fangelsum um páska
Helgihald í fangelsum landsins á vegum fangaprests þjóðkirkjunnar verður með eftirfarandi hætti á páskadag, 16. apríl nk.:
Páskaguðsþjónusta á Litla-Hrauni kl. 11
Páskaguðsþjónusta á Réttargeðdeildinni að Sogni kl. 13
Páskaguðsþjónusta í Hegningarhúsinu kl. 15
Páskaguðsþjónusta í Kópavogsfangelsinu kl. 16
Um undirleik í guðsþjónustunum sér Hannes Þ. Guðrúnarson, klassískur gítarleikari og tónmenntakennari.
Fangaprestur fer í dymbilviku í fangelsið að Kvíabryggju og á Akureyri.