Fréttir

Forstöðumannsskipti við Fangelsið Kvíabryggju

3.4.2006

Hinn 1. apríl sl. létu hjónin Vilhjálmur Pétursson og Sigurrós Geirmundsdóttir af störfum við Fangelsið Kvíabryggju.

Vilhjálmur hafði starfað við Fangelsið Kvíabryggju frá árinu 1971, fyrst sem fangavörður og síðar sem forstöðumaður eða frá áramótum 1980/1981 og Sigurrós sem fangavörður og matráðskona frá árinu 1980. Fangelsismálastofnun þakkar þeim fyrir einstaklega farsæl og góð störf.

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Geirmund Vilhjálmsson fangavörð við Fangelsið á Kvíabryggju til þess að gegna embætti forstöðumanns fangelsisins frá og með 1. apríl sl. Fangelsismálastofnun óskar honum velfarnaðar í starfi sínu.



Senda grein