Áfengismeðferð
Samkvæmt 22. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 getur Fangelsismálastofnun, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Fangelsismálastofnun getur sett sérstök skilyrði fyrir vistun fanga þar.
Vistun hjá SÁÁ
Frá árinu 1990 hefur Fangelsismálastofnun í samvinnu við SÁÁ gefið föngum kost á því að ljúka síðustu sex vikum afplánunar í áfengis- og fíkniefnameðferð hjá SÁÁ. Um er að ræða hefðbundna meðferð sem fram fer á sjúkrastöðum SÁÁ. Markmiðið með þessu er meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist.
Vistun í Hlaðgerðarkoti
Frá árinu 2002 hefur Fangelsismálastofnun í samvinnu við Hlaðgerðarkot gefið föngum kost á því að vistast í áfengis- og fíkniefnameðferð í Hlaðgerðarkoti. Markmiðið með þessu er meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist.
Formlegt samkomulag um vistun afplánunarfanga á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti var undirritað 26. maí 2009.
Vistun í Krýsuvík (Samkomulag ekki í gildi)Hinn 25. janúar 2005 var undirritað samkomulag milli Fangelsismálastofnunar og Krýsuvíkursamtakanna um vistun afplánunarfanga á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Markmiðið með þessu er meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist. Sjá nánar.
Með bréfi Krýsuvíkursamtakanna, dags. 7. september 2006, var stofnuninni tilkynnt að stjórn Krýsuvíkursamtakanna hafi ekki í hyggju að breyta því meðferðarformi sem notað er í Krýsuvík, en stofnunin hafði óskað eftir breytingu þar að lútandi, og Krýsuvík hafi því ekki aðstöðu til að taka á móti föngum í meðferð en fangar séu velkomnir í meðferð eftir að afplánun lýkur.
Vistun hjá Götusmiðjunni
Götusmiðjunni var lokað 25. júní 2010.
Hinn 5. apríl 2006 var undirritað samkomulag milli Fangelsismálastofnunar og Götusmiðjunnar um vistun afplánunarfanga. Markmiðið með þessu er meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist. Sjá nánar.
EKRON (Samkomulag ekki í gildi)
Hinn 31. október 2008 var undirritað samkomulag milli Fangelsismálastofnunar og EKRON um vistun afplánunarfanga. Ekron er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Hjá EKRON starfa félagsráðgjafar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, fjármálaráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og félagsfræðingar.
Samningi milli Fangelsismálastofnunar og Ekron sagt upp 20. maí 2009 með vísan til 8. gr. samkomulagsins.
---
Fangelsismálastofnun ákveður hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til vistunar í vímuefnameðferð á ofangreindum stöðum. Það er forsenda fyrir því að fangi fái að afplána í meðferð að hann samþykki að fara í einu og öllu eftir þeim fyrirmælum og reglum sem honum kunna að verða settar í meðferðinni, bæði af Fangelsismálastofnun og viðkomandi stað.
Brjóti fangi með einhverjum hætti reglur eða fyrirmæli þau sem honum eru sett af stofnuninni eða viðkomandi stað getur það leitt til þess að meðferð ljúki og hann verði færður án tafar í fangelsi að nýju.
---
Til upplýsinga: Á árunum 2002 - 2006 var Fangelsismálastofnun í samvinnu við Byrgið en þar gafst föngum kostur á því að vistast í áfengis- og fíkniefnameðferð í Byrginu, síðar Efri Brú. Markmiðið með þessu var meðal annars það að undirbúa fanga betur undir lífið að lokinni refsivist. Hinn 27. júlí 2007 hóf Götusmiðjan starfsemi sína í húsakynnum að Efri-Brú í Grímsnesi. Sjá vistun hjá Götusmiðjunni hér fyrir ofan.
---
Fjöldi dómþola (óskb.+ vararefs.) sem vistaðir hafa verið í áfengismeðferð frá árinu 1990 - 1.4.2014:
90 | 91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 00 | 01 | 02 | 03 | 04 | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 (óskb.) |
Til 15/10 ´17 (óskb.) | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
SÁÁ | 13 | 16 | 13 | 8 | 14 | 25 | 41 | 30 | 18 | 25 | 15 | 28 | 6 | 7 | 6 | 12 | 20 | 22 | 16 | 9 | 8 | 15 | 13 | 16 | 10 | 12 |
8 |
4 |
Hlaðg.kot | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 11 | 6 | 10 | 15 | 17 | 19 | 24 | 34 | 24 | 23 | 22 | 35 | 22 | 21 |
10 |
4 |
Byrgið | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 | 2 | 7 | 2 | 11 | - | - | - | - | - | - | - | - |
- |
- |
|
Krýsuvík | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 4 | 0 | - | - | - | - | - | - | 1 | - |
- |
- |
|
Götusm. | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | - | 1 | 4 | 3 | 1 | - | - | - | - |
- |
- |
|
Samtals | 13 | 16 | 13 | 8 | 14 | 25 | 41 | 30 | 18 | 25 | 15 | 28 | 21 | 15 | 23 | 33 | 48 | 42 | 44 | 46 | 32 | 38 | 35 | 52 | 32 | 33 |
18 |
8 |
Þar af fjöldi þeirra sem fluttir eru í fangelsi að nýju eftir að hafa rofið skilyrði eða óska eftir því sjálfir:
90 | 91 | 92 | 93 | 94 | 95 | 96 | 97 | 98 | 99 | 00 | 01 | 02 | 03 | 04 | 05 | 06 | 07 | 08 | 09 | 10 | 11 | 12 |
13
|
14 | 15 | 16 | 17 | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Luku
ekki
meðferð
|
2
|
6
|
6
|
1
|
2
|
5
|
9
|
10
|
5
|
8
|
3
|
10
|
6
|
6
|
6
|
7
|
17
|
7
|
6
|
9
|
9
|
5
|
4
|
4
|
6
|
4 |
|