Afplánun utan fangelsa

Endurkoma út í hið frjálsa samfélag getur reynst fanga erfið. Auk þeirrar þjónustu og meðferðar sem veitt er af starfsfólki í fangelsunum hefur Fangelsismálastofnun um margra ára skeið leitast við að aðlaga fanga að samfélaginu í áföngum með því að heimila þeim að afplána hluta refsingar utan fangelsis svo sem á áfangaheimili, undir rafrænu eftirliti, í meðferð eða endurhæfingu.

Samkomulag hefur verið gert við ýmsar stofnanir eða félagasamtök vegna þessa. Slík afplánun er ávallt háð skilyrðum sem dómþoli samþykkir með undirritun sinni áður en til vistunar kemur.

Senda grein