Ákærufrestun

Skilorðsbundin frestun á útgáfu ákæru ungmenna er úrræði sem heimilt er að beita samkvæmt 56. gr. almennra hegningarlaga, þegar í hlut eiga ungmenni á aldrinum 15-21 árs sem hafa gengist við broti sínu. Einstaklingur verður sakhæfur við 15 ára aldur og meirihluti þeirra sem fá ákærufrestun hafa ekki náð 18 ára aldri þegar ákærufrestun hefst. Þetta úrræði er talið vera vænlegra til að skila árangri en refsing, þar sem viðkomandi fær tækifæri til að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis svo hann haldi ekki áfram á sömu braut. Á síðustu árum berast stofnuninni aðeins þær ákærufrestanir sem bundnar eru sérstökum skilyrðum.

 

Fjöldi ákærufrestana sem berst Fangelsismálastofnun á hverju ári:

´06 

´07  ´08  ´09  ´10  ´11 

´12 

 32

 3

 3

 1

 3

 7

 5

 

 ´89

 ´90  ´91  ´92 ´93  ´94  ´95  ´96  ´97  ´98  ´99  ´00  ´01  ´02  ´03  ´04 

´05

 134

 120

  84 

   92

  87

  51

  57

  52

129

139

  77 

  83 

  97 

  60 

  77

  29 

  50

 

Algengustu brot þessa hóps eru þjófnaðar- og auðgunarbrot. Sjá upplýsingar um fjölda ákærufrestunarþola undir áhugaverðar tölur. Skilorðstími er oftast á bilinu 1-2 ár, en hann má ekki vera skemmri en 1 ár og ekki lengri en 5 ár. Skilyrðin eru fyrst og fremst þau að fremja ekki nýtt brot á skilorðstímanum og að viðkomandi sé háður eftirliti og umsjón Fangelsismálastofnunar, sjá skilorðseftirlit. Ef viðkomandi gerist sekur um afbrot eða óhlýðnast í veigamiklum atriðum fyrirmælum eftirlitsaðila má taka málið upp að nýju.

 

Senda grein