Sólheimar í Grímsnesi

Samkvæmt 31. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 getur Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að afplána utan fangelsis hluta refsitímans, enda stundi hann vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt og er liður í aðlögun hans að samfélaginu að nýju, búi á sérstakri stofnun eða heimili þar sem hann er undir eftirliti.

Fangelsismálastofnun setur nánari reglur um forsendur og skilyrði slíkrar vistunar. Skal fangi samþykkja skriflega skilyrði fyrir vistuninni.

Fangi skal greiða gjöld sem slíkar stofnanir eða heimili innheimta hjá vistmönnum.


Tilraunaverkefnið "Vistun og samfélagsaðlögun"

Hinn 1. september 2004 gerðu Fangelsismálastofnun og Sólheimar ses með sér samkomulag um vistun fanga að Sólheimum í Grímsnesi í tilraunaskyni.

Verkefnið hefur verið í endurskoðun og var undirritað nýtt samkomulag um tilraunaverkefnið "Vistun og samfélagsaðlögun" afplánunarfanga að Sólheimum hinn 2. nóvember 2005.

Fangi, sem hlotið hefur að minnsta kosti 3 ára fangelsisdóm getur sótt um til Fangelsismálastofnunar að afplána síðari hluta refsivistarinnar að Sólheimum. Ef sérstakar ástæður mæla með er unnt að víkja frá skilyrðum um lengd dóms. Miðað er við að ekki verði vistaðir þar fleiri en 3 fangar í senn og að dvalartími fanga verði að að jafnaði ekki skemmri en 6 mánuðir. Vistun fanga er háð samþykki Sólheima.

Ströng skilyrði eru sett fyrir vistun fanga þar og verður hann að uppfylla ýmis skilyrði sem sett eru fyrir vistuninni bæði af hálfu Fangelsismálastofnunar og Sólheima. Sjá nánar.

Úrræðið er ekki í notkun.



 

Senda grein