Sjúkrahús/Aðrar stofnanir


Samkvæmt 22. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 getur Fangelsismálastofnun leyft að fangi sé um stundarsakir eða allan refsitímann vistaður á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Fangelsismálastofnun getur sett sérstök skilyrði fyrir vistun fanga þar. Fangi sem lagður er inn á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun telst taka út refsingu meðan hann dvelst þar.


Landspítalinn - Réttargeðdeild

Réttargeðdeildin á Kleppi er sérhæfð deild sem sinnir ósakhæfum geðsjúkum einstaklingum. Réttargedeildin var rekin á Sogni frá árinu 1992 en flutti í nýtt húsnæði réttargeðdeildar Landspítla á Kleppi í febrúar 2012. Hlutverk henner er m.a. að vista og annast þá sem dæmdir eru ósakhæfir skv. 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og úrskurðaðir eru í öryggisgæslu skv. 62. gr. sömu laga.


Landspítalinn - Geðdeild

Geðdeild Landspítalans vistar geðsjúka sakhæfa einstaklinga sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald eða afplána refsingu í fangelsi.


Senda grein