Náðun
Samkvæmt 29. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands getur forseti Íslands ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.
Samkvæmt 13. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 skipar ráðherra þriggja manna nefnd, náðunarnefnd, svo og þrjá varamenn, til þriggja ára í senn. Formaður nefndarinnar og varaformaður skulu uppfylla skilyrði laga til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Læknir skal eiga sæti í nefndinni.
Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að nefndin skuli láta ráðherra í té rökstudda tillögu um afgreiðslu á náðunarbeiðnum.
Þegar sótt er um náðun af óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu eða sektarrefsingu skal umsókn send til náðunarnefndar, Innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík.
Samkvæmt 1. mgr. 83. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 fer Fangelsismálastofnun með eftirlit með þeim er veitt er skilorðsbundin náðun eða felur það öðrum. Um fyrirkomulag slíks eftirlits vísast til kaflans Skilorðseftirlit.
Upplýsingar um fjölda þeirra sem veitt er náðun pr. ári: Sjá áhugaverðar tölur.