Gæsluvarðhald - Lausagæsla
Samkvæmt 99. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 skulu gæsluvarðhaldsfangar sæta þeirri meðferð sem nauðsynleg er til þess að gæslan komi að gagni og góð regla haldist í henni, en varast skal að beita þá hörku eða harðýðgi.
Ef ekki er talin þörf á að gæsluvarðhaldsfangi sæti einangrun og/eða öðrum takmörkunum, samkvæmt b.-e. liðum 99. gr. ofangreindra laga, í gæslunni, er hann án takmörkunar eða í svonefndri lausagæslu.