Ýmis þjónusta
Heilbrigðisþjónusta
Allir fangar skulu njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir sbr. lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Að höfðu samráði við Fangelsismálastofnun sér það ráðuneyti sem sér um heilbrigðismál um og ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum, sbr. 29. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016.
Sálfræðiþjónusta
Tveir sálfræðingar eru í fullu starfi hjá Fangelsismálastofnun. Verksvið þeirra er fjölbreytt. Þeir sinna sálfræðilegri meðferð skjólstæðinga stofnunarinnar. Sálfræðingar veita líka ráðgjöf varðandi vistun og meðferð fanga. Þá eru þeir ráðgefandi varðandi áfengis- og vímuefnameðferð fanga. Önnur verkefni sálfræðinga stofnunarinnar eru m.a. kennsla í Fangavarðaskólanum, fræðsla til starfsmanna, starfsmannamálefni og ýmis konar rannsóknir.
AA fundir
Vikulegir AA fundir eru haldnir í öllum fangelsum.
Fangaprestur
Fangelsismálastofnun skal sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta eins og t.d. prestsþjónusta. Á vegum Þjóðkirkjunnar er starfandi fangaprestur sem heimsækir fangelsin reglulega.
Heimsókn frá fulltrúa Fangelsismálastofnunar
Fulltrúi frá Fangelsismálastofnun heimsækir fangelsin reglulega og talar við þá fanga sem þess óska.
Rauða Kross heimsóknir
Fangar geta óskað eftir heimsóknum "fangavina"sem eru sjálfboðaliðar Rauða Kross Íslands. Slíkar heimsóknir eru einkum ætlaðar þeim föngum sem litlar eða engar heimsóknir fá frá öðrum aðilum. Slíkar heimsóknir geta fangar fengið ca. hálfsmánaðarlega. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Rauða Kross Íslands.
Að afplánun lokinni