Starfsmenn

Fastir starfsmenn Fangelsismálastofnunar ríkisins eru um 120, þar af um 90 fangaverðir. Aðrir starfsmenn eru á skrifstofum eða í yfirstjórn fangelsanna og 17 starfa hjá aðalskrifstofu eða yfirstjórn stofnunarinnar. Um 72% starfsmanna eru karlar og 28% konur

 

Forstjóri fangelsismálastofnunar skipar forstöðumann fangelsis til fimm ára í senn sbr. 7. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og fangaverði til fimm ára sbr. 8. gr. laganna. Áður en fangavörður er skipaður skal hann hafa lokið prófi frá Fangavarðaskóla ríkisins.

Alla jafna er starfsmaður settur fangavörður um tíma og öðlast þannig starfsreynslu og sækir síðan um að hefja nám við Fangavarðaskóla ríkisins. Sjá reglugerð nr. 347/2007 um menntun fangavarða.

Fangaverðir eru embættismenn skv. 22. gr. starfsmannalaga.

 

Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins er Páll Egill Winkel.

-----

Ef þig langar í krefjandi og áhugavert starf því ekki að sækja um fangavarðarstarf?

Sem fangavörður getur þú:

  • Tekið þátt í að leysa mikilvægt starf í þágu samfélagsins
  • Verið þátttakandi í spennandi og krefjandi starfi í öðruvísi umhverfi
  • Þroskað sjálfan þig bæði faglega og persónulega í starfinu
  • Menntað þig í Fangavarðaskólanum og fengið í framhaldi af því skipun í embætti
  • Tækifæri til að vinna í 5 aðskildum fangelsum, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi: Hegningarhúsinu, Fangelsinu Litla-Hrauni, Fangelsinu Sogni, Fangelsinu Kvíabryggju eða Fangelsinu Akureyri

Viltu vera á skrá?

Senda grein