Fangelsið Akureyri

Fangelsið Akureyri, Lögreglustöðinni við Þórunnarstræti, 600 Akureyri

Sími: 462-6365 / Fax: 464-7741

Netfang: VardstjoriAK@fangelsi.is

Fangelsid_Akureyri_vid_TorunnarstratiFangelsið Akureyri hefur verið starfrækt í húsnæði lögreglunnar á Akureyri frá árinu 1978. Hinn 7. ágúst 2008 var endurbyggt fangelsi formlega tekið í notkun og er nú aðstaða fyrir 10 fanga og er hún öll til fyrirmyndar. Áður var unnt að vista 8 fanga, í undantekningartilvikum 9.

Í fangelsinu er rúmgóð setustofa, sem jafnframt er nýtt sem matstofa og sjónvarpsherbergi. Um 100m2 lokaður garður er við fangelsið þar sem fangar hafa aðstöðu til boltaleikja og útiveru. Góð aðstaða er til vinnu og náms á staðnum. Fangar sem vistaðir eru í fangelsinu þurfa að vera tilbúnir til að vinna bug á vímuefnavanda sínum og taka virkan þátt í endurhæfingaráætlun, sé fær um að afplána við lágmarksöryggisgæslu og stunda vinnu eða nám meðan á afplánun þar stendur. Sjá nánar bækling um Fangelsið Akureyri.

Starfsmenn: Varðstjóri ber daglega ábyrgð á fangelsinu í samráði við forstöðumann fangelsisins sem er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og aðstoðarvarðstjóri vinnur á dagvöktum á móti varðstjóra. Fangaverðir eru fjórir. Þar sem fangelsið er svo nátengt lögreglustöðinni og í húsnæði hennar er mikil samvinna milli starfsmanna þessara tveggja stofnana.

Vinna fanga: Vinnuaðstaða er í fangelsinu, einn fangi hefur umsjón með þrifum ganga og salerna í fangahluta. Önnur tilfallandi störf tengjast viðhaldsverkefnum innandyra og lóðarvinnu.

Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005 skal Fangelsismálastofnun setja gjaldskrá um þóknun fyrir vinnu og nám, upphæð dagpeninga fanga og greiðslufyrirkomulag. Þóknun fyrir hverja klukkustund fer eftir eðli starfs. Fangi í námi skal fá þóknun fyrir hverja kennslustund, en þó ekki fyrir fleiri kennslustundir en fimm á dag. Þóknun og dagpeningar skulu greiddir eftir á og að lágmarki á tveggja vikna fresti. Gjaldskráin skal endurskoðuð árlega.  

Símatímar: Kortasími er fyrir fanga í Fangelsinu Fangelsinu Akureyri og hafa fangar nokkuð frjálsan aðgang að honum. Þá getur fangi notað síma til að ná í opinbera aðila í samræmi við 49. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016.

Heimsóknir:  Samkvæmt 45. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 getur fangi fengið heimsóknir frá fjölskyldu og vinum ef aðstæður í fangelsi leyfa og slíkt telst gagnlegt sem þáttur í refsifullnustu hans. Fangi getur fengið heimsóknir frá fjölskyldu eigi sjaldnar en vikulega en heimsóknir frá vinum skulu ekki vera fleiri en tvær í mánuði nema í sérstökum tilvikum. Heimsókn fer fram í sérstöku heimsóknarherbergi.  

Heimsóknir nánustu vandamanna eru leyfðar einu sinni í viku í 2 klst. í senn.  Fjöldi gesta hverju sinni er að hámarki 3.  Fangi getur sótt um heimsóknarleyfi fyrir aðra aðila en nánustu vandamenn á þar til gerðu eyðublaði í fangelsinu og eru þær háðar samþykki yfirmanna fangelsisins.  Fangi getur auk þess sótt um fleiri heimsóknir í viku á sama hátt. 

Útivera og tómstundir: Samkvæmt 52. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 á fangi rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Lokaður útivistargarður er við fangelsið og fá fangar að fara í útivist þar eins og aðstæður leyfa.

Senda grein