Fangelsi Hólmsheiði

 Nesjavallaleið 9, 110 Reykjavík
Sími:  520-5060 / 520-5061
Netfang: VardstjoriHH@fangelsi.is


Fangelsið Hólmsheiði var formlega opnað 10. júní 2016. Fangelsið er móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þar verða kvenfangar vistaðir. Fangelsið getur vistað 56 fanga alls á 4 sérdeildum. Öll aðstaða fyrir fanga í fangelsinu er góð svo sem tómstundaaðstaða, líkamsræktaraðstaða og aðstaða fyrir vinnu og nám. Garðar fyrir útivist eru stórir og góðir. Samkeppni var um listskreytingar á Hólmsheiði og hlutu þær Anna Hallin og Olga S. Bergmann fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Arboretum - trjásafn Sjá nánar.

 

Starfsmenn: Í Fangelsinu Hólmsheiði starfa samtals 18 fangaverðir á sólarhringsvöktum, þar af 2 varðstjórar sem eingöngu ganga dagvaktir. Vaktirnar eru 12 klukkustundir, ýmist dagvaktir frá 08:00-20:00 eða næturvaktir frá 20:00-08:00. Heilbrigðisstarfsfólk mun sinna heilbrigðisþjónustu. Forstöðumaður fangelsisins er Guðmundur Gíslason. 


Nánari upplýsingar verða birtar þegar starfsemi fangelsisins hefst.