Fangelsi Hólmsheiði

Fangelsið Hólmsheiði - 1.9.2016



Fangelsið Hólmsheiði

Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík
Sími: 5205060 / 5205061



Fangelsið Hólmsheiði var formlega opnað 10. júní 2016. Fangelsið er móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þar verða kvenfangar vistaðir. Fangelsið getur vistað 56 fanga alls á 4 sérdeildum. Öll aðstaða fyrir fanga í fangelsinu er góð svo sem tómstundaaðstaða,  líkamsræktaraðstaða og aðstaða fyrir vinnu og nám. Garðar fyrir útivist eru stórir og góðir.


Starfsmenn:

Í Fangelsinu Hólmsheiði starfa samtals 18 fangaverðir á sólarhringsvöktum, þar af 2 varðstjórar sem eingöngu ganga dagvaktir. Vaktirnar eu 12 klukkustundir, ýmist dagvaktir frá kl. 08:00-20:00 og næturvaktir frá kl. 20:00-08:00.


Nánari upplýsingar verða birtar þegar starfsemi fangelsisins hefst.

Fyrsta skóflustunga að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin 4. apríl 2013 - 5.4.2013

Í gær 4. apríl 2013 tók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fyrstu Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson tekur fyrstu skóflustungu að nýju fangelsi á Hólmsheiði 4. apríl 2013

skóflustunguna að nýju fangelsi á höfuborgarsvæðinu. Fjöldi gesta var viðstaddur þennan merka áfanga í fangelsissögu landsins en stefnt hefur verið að því að byggja fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í tugi ára.

Lesa meira

15152 - Hönnunarsamkeppni fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík - 7.1.2012

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.

Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð. Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira

Hönnunarsamkeppni um fangelsisbyggingu að hefjast - 4.1.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á erópska efnahagssvæðinu og verður með þeim hætti að þeir sem uppfylla hæfisskilyrði geta tekið þátt. Samkeppnisgögn verða afhent frá 9. janúar nk. og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var vegna samkeppninnar, liggi fyrir í byrjun sumars. Þá taka við samningar við hönnunarteymið sem verður fyrir valinu og er stefnt að því að framkvæmdir við nýtt fangelsi geti hafist í lok þessa árs. Sjá nánar.