Fangafjöldi í heiminum
Yfir 10 milljónir manna eru í fangelsum í heiminum. Sjá kort yfir fangafjölda.
Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í World Prison Population List (9. útg.) sem gefinn er út af ICPS Interational Centre for Prison Studies í London eru yfir 10,1 milljónir manna vistaðir í fangelsum í heiminum (voru 9 milljónir þegar 6. útg. var gefin út). Sjá kort yfir fangafjölda.
Níunda útgáfa af World Prison Population List inniheldur upplýsingar um fjölda fanga í löndum og landsvæðum þeim tengdum. Listinn sem gefinn er út af ICPS Interational Centre for Prison Studies í London sýnir að enn hækkar fjöldi þeirra sem vistaðir eru í fangelsum og eru nú yfir 10,1 milljónir manna vistaðir í fangelsum í heiminum. Sjá nánar.
Fangafjöldinn er hæstur í Bandaríkjunum, 743 pr. 100.000 íbúa, þá er Rwanda með ca. 595, Rússland með 568, Georgía með 547, U.S. Virgin Is. með 539, Seychelles með 507, St. Kitts & Nevis með 495, British Virgin Is. með 468, Belize með 439, Dominica með 431, Bermuda með 428, Grenada með 423 og Curacao með 422 pr. 100.000 íbúa. Sjá nánar hæsta og lægsta fangafjöldann.
Hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum í heiminum er mismunandi eftir löndum, allt frá 0,1% og upp í 92,2%. Sjá nánar.
Hlutfall kvenna sem vistast í fangelsum í heiminum er allt frá 0,9% og upp í 25%. Sjá nánar.
Nýting fangelsa er lægst í Monaco 14,8% og hæst á Haiti eða rúmlega 335%. Sjá nánar.
Fram kemur að 54% þeirra landa og svæða sem eru á listanum hafa fangafjölda sem er undir 150 per 100.000 íbúa. Þar á meðal er Ísland. Tölur voru ekki fáanlegar frá 7 löndum, sem er 4 löndum færra en í 6. útg. Vakin er athygli á því að tölur landanna eru ekki frá sama tíma, þar að auki er íbúafjöldinn áætlaður. Með vísan til þessa og fleiri þátta sem eru mismunandi eftir löndum ber að fara gætilega varðandi samanburð. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefa tölurnar ákveðnar vísbendingar um fangafjölda.
Fangafjöldi fer ennþá hækkandi í mörgum heimshlutum og ef miðað er við fyrri lista hefur fangafjöldinn hækkað í 78% þeirra landa sem eru í 9. útgáfu (í 71% landa í Afríku, 82% í Ameríku, 80% í Asíu, 74% í Evrópu og 80% í Eyjaálfu) sem er töluverð hækkun frá 6. útgáfu. Sjá nánar:
World Prison Population List (sixth edition) 2005
World Prison Population List (seventh edition) 2006
World Prison Population List (8th edition) 2008
World Prison Population List (9th edition) 2011
World Prison Population List (10th edition) 2013
World Prison Population List (11th edition) 2015
Sjá frétt um fangafjölda úr skýrslu Evrópuráðsins, Space I fyrir árið 2011, 5. maí 2013:
Meðaltalsfjöldi allra fanga í fangelsum á Íslandi á dag pr. 100.000 íbúa:
´96 | ´97 | ´98 | ´99 | ´00 | ´01 | ´02 | ´03 | ´04 | ´05 | ´06 | ´07 | ´08 | ´09 | ´10 | ´11 | ´12 | ´13 | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
46,2 | 41,1 | 39,9 | 33,8 | 32,6 | 37,4 | 36,0 | 39,8 | 40,9 | 38,7 | 38,3 | 38,4 | 41,5 | 43,3 | 47,7 | 47,5 |
46,0 |
47,4 |